Fara yfir í megininnihald

Citric Acid

Skilgreining

Citric acid er uppbyggingarefni sem er einnig til staðar í fjölmörgum heimilisvörum, þ.m.t. þvottaefni fyrir þvottavélar, hárþvottalegi og hreinsiefnum. Að sjálfsögðu er citric acid einnig til staðar í sítrusávöxtum eins og appelsínum, sítrónum og límónum. Við notum efnið til að hafa áhrif á sameindir efnablöndunnar svo þær starfi betur saman og efnið hreinsi betur. Citric acid má einnig nota sem sýrustilli sem breytir sýrustigi vöru til að bæta stöðugleika hennar. Sérhver efnablanda á sér ákveðið sýrustig þar sem efnið virkar sem best. Til dæmis virkar efnablanda sem er svolítið súr betur til að fjarlægja sápufroðu. Andstæða þess er basísk efnablanda, sem getur virkað betur sem teppahreinsir. Við notum sýrustillandi efni til að tryggja að við náum fram besta sýrustiginu fyrir ákveðið verkefni. Ennfremur getur sýrustig efnablöndunnar haft áhrif á hversu lengi blandan endist í íláti, t.d. getur það takmarkað hneigð efnisins til að tæra flösku, ílát eða efnadreifara. Stundum notum við einnig citric acid sem hreinsiefni sem fjarlægir útfellingar harðs vatns eða sem klóefni.