Fara yfir í megininnihald

ALGENGAR SPURNINGAR

Ertu með spurningu? Hér sérð þú nokkrar algengar spurningar sem fólk spyr og fleiri.

Skoða öll upplýsingablöð

 • Við skiljum að þú notar vörur okkar nálægt því fólki, gæludýrum og hlutum sem þú elskar. Þess vegna viljum við að þú fáir þær upplýsingar sem þú þarft til að velja bestu valkostina fyrir fjölskylduna.

 • Ferlið hefst með þörf viðskiptavinar eða nýsköpun sem við höldum að viðskiptavini líki. Við fáum svörun frá neytendum, smásöluaðilum, birgjum og fleirum. Síðan hefjum við ferlið við sköpun og þróun vörunnar, sem felur í sér að íhuga notkun hennar, hvernig hún virkar, mögulegan lífsferil vörunnar og aðra þætti. Með því að nota okkar eigið innra flokkunarkerfi, sem kallast SC Johnson Greenlist process, starfa vísindamenn að því að velja innihaldsefni sem fjölskyldur geta treyst - og meta efnin eftir áhrifum á umhverfi og heilsu manna. Þegar varan er tilbúin og hefur mætt stöðlum um gæði og frammistöðu, framleiðir framleiðsluteymið okkar vöruna samkvæmt leiðbeiningum og varan fer aftur í gegnum gæðaprófanir.

  Þegar upp er staðið er markmið okkar alltaf að veita þér vöru sem þú getur treyst og uppfyllir hefð okkar um nýsköpun og gæði. Til að læra meira um Greenlist process skaltu smella hér.

 • Þegar við settum af stað upplýsingakerfi okkar um innihaldsefni ætluðum við aðeins að nota eitt nafnakerfi - International Nomenclature of Cosmetic Ingredients (INCI) - til að einfalda málin. Þetta eru hugtök sem þú sérð gjarnan á make-up vörum og persónulegum snyrtivörum, og þess vegna fannst okkur að flestir myndu geta skilið þau.

  En þar sem INCI (alþjóleg samtök um snyrtivöruinnihaldsheiti) tegundaheiti eru sértæk fyrir snyrtivöruiðnaðinn eru sum innihaldsefni við notum ekki á INCI listanum. SC Johnson hefur einnig unnið að efnaorðabók ásamt öðrum bandarískum og alþjóðlegum fyrirtækjum á neytendamarkaði með sérvörur (Consumer Specialty Products Association - CSPA), og við notum það sem viðmið í alþjóðlegu tegundaheitum okkar. Orðabókin er hönnuð til að hjálpa öllum í heimilisvöruiðnaðinum að samræma heiti innihaldsefna.

  Þess vegna eru heiti okkar á innihaldsefnum samansett úr nafnakerfi INCI og CSPA orðabókinni. Í mörgum tilvikum er um sömu heiti að ræða, en þar sem þau samræmast ekki notum við algengara heitið innan iðnaðarins, eða það heiti sem neytendur munu skilja best. T.d. notum við hugtakið vatn þegar það er notað sem innihaldsefni. INCI notar latneska heitið aqua. En við fylgjum CSPA orðabókinni og tölum bara um vatn.

 • Hafðu í huga að öll efni eru „kemísk efni“ - kemísk efni eru byggingareiningar allra hluta, bæði matvæla okkar, fatnaðar og loftsins sem við öndum að okkur. Til dæmis er vatn samsett úr kemísku efnunum vetni og súrefni (H2O) og loftið er blanda af köfnunarefni, súrefni, koltvíoxíði og öðrum gastegundum. Einnig eru mörg eitruð kemísk efni til staðar í náttúrunni eins og arsen og sýaníð. Þess vegna geta gerviefni verið betri valkostur af mörgum ástæðum, m.a. vegna sjálfbærni. Til dæmis gæti notkun náttúrulegs efnis sem er skortur á, eins og sandalviðar, verið ábyrgðarlaus og gæti útrýmt þessari trjátegund. Það gæti verið ábyrgara að nota ótakmörkuð gerviefni. SC Johnson notar einungis innihaldsefni sem koma úr náttúrunni þegar þau uppfylla okkar eigin staðla.

 • Bæði skipta máli, en magnið er lykilatriði. Hugsaðu málið svona: Nánast allir eru sammála um að vatn sé skaðlaust efni. En jafnvel vatn getur valdið dauðsfalli ef drukkið er of mikið af því. Í þróun vöru er mikilvægast að velja rétta kemíska efnið til að ná markmiðinu, en nota einnig minnsta virka hlutfallið af aðalinnihaldsefnunum til að ná tilætluðum árangri.

 • Þó svo að sum efni eins og asbest og arsen eru mjög hættuleg eða „eitruð“, er hægt að fullyrða að næstum öll efnasambönd geta verið eitruð við vissar aðstæður. Við skulum taka borðsalt eða natríum klóríð sem dæmi. Þegar borðsalt er notað sparlega, bragðast maturinn betur. En ef þú borðar of mikið af salti, getur það valdið háum blóðþrýstingi. Er saltið þá eitrað? Svarið er: Borðsalt GETUR verið eitrað ef það er notað í óhófi, en sé það notað í hófi er það EKKI eitrað. Það sem skiptir máli er magnið sem notað var eða skammtastærðin.

 • Þetta er stór spurning og þú heyrir stundum deilt um þetta þegar verið er að ræða löggjöf og reglugerðir um íðefni. "Hætta" er eiginleiki sem efnið sjálft býr yfir. Hættan af borðsalti er til dæmis sú að það getur stuðlað að of háum blóðþrýstingi. „Áhætta“ eru LÍKURNAR á því að hættan verði að veruleika. Til að borðsalt sé tekið sem dæmi er áhættan á því að fá háan blóðþrýsting lág ef þú notar ekki of mikið af því. Áhættan snýst um þá hættu sem er fólgin í innihaldsefni OG þann skammt sem aðilinn fær í sig, þ.e. – sá tími og það magn efnisins sem aðilinn er útsettur fyrir. Sumt fólk heldur því fram að innihaldsefni sem fela í sér einhverja hættu séu öll skaðleg. En eins og með borðsaltið, þá er oft mjög auðvelt að stjórna hættu og áhættu.

  Hjá SC Johnson erum við ætíð með áhættuna í huga. Þetta þýðir:

  •  Að tryggja að innihaldsefni með hættulega eiginleika séu notuð í öruggu magni og í eins litlum mæli og hægt er skv. lögum á hverjum stað.

  •  Að hanna vörur þannig að þær virki fljótt til að draga úr magni og lengd váhrifa.

  •  Að hanna pakkningar sem draga úr útsetningu/váhrifum til dæmis tryggja að vara sem getur valdið húðofnæmi sé í lekaheldum umbúðum.

  • Að hanna úða til að lágmarka innöndun, til dæmis með því að hafa dropa hreinsiefnisins stærri til að þeir detti á yfirborðið sem þú ert að hreinsa í staðinn fyrir að svífa í loftinu.

  •  Að veita skýrar leiðbeiningar á merkimiða til að koma í veg fyrir ranga notkun sem gæti aukið áhættu við notkun vöru. Merkingar eru settar á vöru af ákveðnum ástæðum – gættu þess að lesa leiðbeiningarnar og fylgja þeim eftir.

 • Við störfum í nánu samstarfi við birgja ilmefna til að tryggja að við höfum metið innihaldsefnin sem við notum í ilmunum okkar, bæði með tilliti til heilsu manna og með tilliti til umhverfisins. Við mætum kröfum reglugerða í löndunum sem við störfum í, auk þess sem við uppfyllum staðla frá International Fragrance Association (IFRA).

  Ennfremur förum við hjá SC Johnson yfir ilmefnin enn frekar og tökum eftirlitið yfir á næsta stig. Við metum efnin ekki einungis skv. IFRA stöðlum heldur einnig skv. okkar eigin stöðlum. Við göngum fyrst út frá IFRA listanum en beitum síðan okkar eigin innri kröfum. Innri greining okkar getur skoðað sömu viðmið og IRFA, eins og hvort efni er krabbameinsvaldandi, stökkbreytandi eða hefur áhrif á æxlun, en við getum tekið aðra afstöðu til innihaldsefnisins. Í sumum tilvikum, skoðum við einnig aðra þætti eins og hvað neytendum finnst um innihaldsefnið eða aðra vísindalega þætti.

 • Nei. Í vissum sérstökum tilvikum leyfum við notkun óleyfilegra efna, en við setjum notkun þeirra yfirleitt tímamörk. Það er hins vegar ekki auðvelt að fá undanþágur í þessum tilvikum. Fyrst verður að senda beiðni til yfirmanns umhverfismála og almenns vöruöryggis, þar sem ástæður fyrir notkun efnisins eru rökstuddar og gefið er til kynna hvenær efnið verður tekið úr umferð. Ef beiðnin fæst samþykkt, verður yfirmaður sjálfbærni einnig að samþykkja hana.

 • Fyrst er mikilvægt að hafa í huga að ef undanþága er veitt er það vegna þess að niðurstöður benda til þess að hægt sé að nota efnið á öruggan hátt í litlu magni sem við förum ekki yfir, þó svo að við höfum fyrirvara um innihaldsefnið hér hjá SC Johnson. Í slíkum tilvikum gætum við veitt undanþágu vegna eftirfarandi ástæðna:

  • Við uppgötvum að birgir bætir óleyfilegu efni í eitthvað sem við kaupum og við þurfum undanþágu þar til við getum breytt efnablöndunni þannig að hún innihaldi ekki efnið.
  • Við eignumst vörumerki eða vöru og komumst að því að varan inniheldur efni sem við teljum óleyfilegt þannig að undanþága er nauðsynleg þar til við finnum nýja efnablöndu.
  • Í tilviki skrásettra vara er hugsanlegt að vara hafi verið þróuð aftur til að taka út óleyfilegt efni, en að við bíðum eftir samþykki á nýju efnablöndunni frá viðeigandi opinberri stofnun.

 • Það er ekki svo í öllum tilvikum. Vörur sem eru gerðar úr náttúrulegum efnum geta innihaldið fleiri ofnæmisvaldandi efni en vörur gerðar úr gerviefnum. Til dæmis getur ilmur sem gerður er úr náttúrulegum ilmefnum innihaldið ofnæmisvaldandi efni í ríkari mæli en sá ilmur sem er aðallega gerður úr gerviefnum.

 • Þessi innihaldsefni eru algeng í mörgum ilmum, einkum þeim sem byggja á nauðsynlegum olíum eins og sítrusolíu, blómaolíum og furuolíum. Eftir því hver ilmurinn er í hverju tilviki, geta efnablöndur okkar innihaldið sum þessara efna. Búið er að ákvarða öruggt magn sem orsakar ekki ofnæmisáhrif og er grundvöllur IFRA staðla sem hafa verið þróaðir fyrir þessi 26 efni. Ilmefni okkar nota þessi efni í lægsta mögulega magni til að mynda ilminn og þeim er viðhaldið innan öryggismörkanna sem ákvörðuð eru í IFRA-stöðlunum. Einnig er alltaf farið eftir gildandi lögum. Í hvert skipti sem eitt eða fleiri af þessum 26 ofnæmisvaldandi efnum ESB eru í notkun er það skýrlega tekið fram á merkimiða vörunnar skv. lögum.

  Efnin ganga undir nokkrum mismunandi heitum en algeng nöfn þeirra er að finna hér fyrir neðan eins og þau eru skilgreind í tilskipun ESB um snyrtivörur:

  •  2-Benzylideneheptanal (Amyl cinnamal)
  •  Benzyl alcohol
  •  Cinnamyl alcohol
  •  3,7-Dimethyl-2,6-octadienal (Citral)
  •  Phenol, 2-methoxy-4-(2-propenyl) (eugenol)
  •  Hydroxycitronellal
  •  Phenol, 2-methoxy-4-(1-propenyl)- (Isoeugenol)
  •  2-Pentyl-3-phenylprop-2-en-1-ol (Amylcinnamyl alcohol)
  •  Benzyl salicylate
  •  2-Propenal, 3-phenyl- (Cinnamal)
  •  2H-1-Benzopyran-2-one (coumarin)
  •  2,6-Octadien-1-ol, 3,7-dimethyl-, (2E)- (geraniol)
  •  3 and 4-(4-Hydroxy-4-methylpentyl) cyclohex-3-ene-1-carbaldehyde (Hydroxyisohexyl 3-cyclohexene carboxaldehyde) (HICC or Lyral®)  
  •  4-Methoxybenzyl alcohol (Anise alcohol)
  •  2-Propenoic acid, 3-phenyl-, phenylmethyl ester (Benzyl cinnamate)
  •  2,6,10-Dodecatrien-1-ol, 3,7,11-trimethyl- (Farnesol)
  •  2-(4-tert-Butylbenzyl) propionaldehyde (Butylphenyl methylpropional)
  •  1,6-Octadien-3-ol, 3,7-dimethyl- (Linalool)
  •  Benzyl benzoate
  •  3,7-dimethyloct-6-en-1-ol (Citronellol)
  •  2-Benzylideneoctanal (Hexyl cinnamal)
  •  4R)-1-Methyl-4-(1-methylethenyl)cyclohexene (limonene)
  •  Methyl heptin carbonate (Methyl 2-octynoate)
  •  3-Methyl-4-(2,6,6-trimethyl-2-cyclohexen-1-yl)-3-buten-2-one (alpha-Isomethyl ionone)
  •  Evernia prunastri extract (oak oss extract)
  •  Evernia furfuracea extract (treemoss extract)

 • Neytendur segja okkur að þeir elski ilm okkar vegna þess að ilmurinn gerir heimili þeirra einstakt. Þeir geta gert loftið ferskara eða fengið þá hreinlætistilfinningu sem margir sækjast eftir. Við framleiðum ilmlausar vörur fyrir fólk sem kýs þær heldur, en flestar rannsóknir okkar sýna að meirihluti fólks elskar heimilisvörur sem hafa aðlaðandi ilm.

 • Á ilmlista SC Johnson eru um 1.300 innihaldsefni og mikilvægt er að hafa í huga að við útilokuðum 2.000 efni sem eru oft notuð þar sem þau uppfylla ekki eigin staðla SC Johnson. Dæmigert olíugrundvallað ilmefni inniheldur allt að 50 mismunandi innihaldsefni; flókinn ilmur getur innihaldið 50 til 200 innihaldsefni. Meira en 1.300 möguleg ilmefni gefa ilmgerðarmönnum okkar mikið svigrúm fyrir sköpun til að þeir geti þróað yndislegu ilmefnin sem þú átt von á.

 • Þar sem við erum fjölskyldufyrirtæki er ekkert mikilvægara í okkar augum en heilsa og öryggi þeirra fjölskyldna sem nota SC Johnson vörur. Þess vegna vorum við meðal fyrstu fyrirtækjanna sem gáfu upp sérstakar upplýsingar um innihaldsefni til viðskiptavina okkar og við höfum skuldbundið okkur til að gefa gagnsæjar upplýsingar um innihaldsefni varanna okkar. Við vinnum ötullega að því að velja innihaldsefni sem fjölskyldur geta treyst og meta þau eftir áhrifum þeirra á umhverfið og heilsu manna. Til að fá nánari upplýsingar um álit okkar á upplýsingagjöf um innihaldsefni og ilm skaltu smella hér.

 • Í dag er okkur oft sagt að við eigum einungis að nota náttúrulega hluti. Hvort sem um er að ræða matvæli, fatnað eða aðrar vörur er talið að náttúruleg innihaldsefni séu heilsusamlegri eða betri auðlindir til að nota fyrir umhverfið. Það kemur e.t.v. á óvart en svo er alls ekki í öllum tilvikum. Samsvarandi gerviefni eru yfirleitt ekki eitraðri en náttúruleg systurefni þeirra.

  Dæmi um þetta er d-Limonene, sem er í mörgum náttúrulegum ilmefnum og er þáttur í sítrónuberki. d-Limonene getur orsakað húðofnæmi og getur mögulega verið eitrað vatnalífverum, eftir því hvert magn efnisins er. Mörg önnur náttúruleg ilmefni hafa sömu hættuna í för með ser. Magn d-Limonene í appelsínuberki er reyndar nóg til að krefjast að efnið sé í flokki “skaðlegra efna” og sem húðofnæmisvaldandi í Evrópusambandinu OG krefst tákns sem merkir að það sé hættulegt umhverfinu! Þetta er sama merking og er krafist af mörgum heimilisvörum sem nota gerviframleitt d-Limonene.

  Eigum við þá algjörlega að hætta notkun náttúrulegra ilmefna? Nei. En við eigum einnig að nota gerviefni sem eru svipuð eða jafnvel enn betri. Svo lengi sem ilmefni er notað í viðeigandi magni í vöru, þá ætti ekki að vera vandamál að nota efnið yfirleitt. Þetta gildir bæði um náttúruleg efni og gerviefni.

 • SC Johnson skilur að þú notar vörurnar nálægt því fólki, gæludýrum og hlutum sem þú elskar. Þess vegna störfum við ötullega að því að meta innihaldsefni okkar að hluta eftir áhrifum þeirra á umhverfið og á heilsu manna og við tölum um þessi efni opinskátt. Allar vörur SC Johnson sem eru merktar sem „ekki með viðbættum ilm“ eða „lyktarlausar“ innihalda ekki ilmefni, ilm eða innihaldsefni ilms. Í takmörkuðum fjölda vara sem merktar eru sem „lyktarlausar“ er sérstökum ilmefnum bætt við þær til að láta alla lykt þeirra hverfa svo vörurnar verði algjörlega lyktarlausar. Til að fá nánari upplýsingar skal sjá kaflann Ilmur á þessari vefsíðu.

 • Við hönnum vörur okkar þannig að þær uppfylli öll gildandi lög og reglugerðir. Um er að ræða allar evrópskar reglugerðir, þar með taldar:

  • Reglugerð um flokkun, merkingu og pökkun efna og blandna (CLP)
  • Reglugerð um sæfivörur
  • Reglugerð um þvotta- og hreinsiefni
  • Reglugerð um snyrtivörur
  • Til viðbótar við ýmsar staðbundnar/svæðisbundnar reglugerðir sem eiga við í einstökum löndum.

 • Í sumum tilvikum verðum við því miður að gera það. Við þurfum að mæta kröfum hins opinbera um öryggi og umhverfismál vegna vara okkar – og prófana er krafist skv. lögum í vissum tilvikum. – Við vinnum ötullega að því að mæta þessum kröfum en draga úr prófunum á dýrum á sama tíma. Við vitum að sum fyrirtæki fullyrða að þau „framkvæmi ekki prófanir á dýrum“ en við drögum það í efa þar sem slíkra prófana er oft krafist skv. lögum. Fyrirtæki sem segist ekki framkvæma prófanir getur ekki tryggt að innihaldsefnin sjálf hafi ekki verið prófuð. – Meirihluti innihaldsefna sem notuð eru í vörum hafa verið prófuð með tilliti til eiturhrifa. Sum fyrirtæki leiða þetta hjá sér af því að hráefni þeirra voru prófuð af birgjum sem þau kaupa af, eða af öðrum birgjum sem birgjar þeirra nota. Hjá SC Johnson er okkur annt um heiðarleika og gagnsæi í fullyrðingum okkar. Við viljum því ekki alhæfa og ýkja sannleikann með fullyrðingum okkar. Við vitum að til er fólk sem getur valið að kaupa ekki SC Johnson vörur vegna skoðana sinna á þessum málum. En við vonum að þú gefir okkur tækifæri þar sem við erum eitt þeirra fyrirtækja sem starfa ötullega að endurbótum á þessu sviði. Þú getur lesið meira um hugleiðingar okkar um þetta efni hér.

 • að er ferli sem við notum við val á innihaldsefnum. Við settum Greenlist-áætlunina á fót árið 2001 til að hjálpa okkur að framleiða eins góðar vörur og hægt er án ess að skaða heilbrigði manna og umhverfisins. 

  Hún felur í sér fjögurra repa ferli sem notað er við mat á mögulegum áhrifum hvers innihaldsefnis á heilbrigði manna og umhverfisins annig að eir sem róa vörurnar okkar geti valið bestu innihaldsefnin. Löglegt er að nota öll innihaldsefnin sem við skoðum, og au eru oft notuð af öðrum fyrirtækjum. En við framkvæmum viðbótarmat á eim sem tekur mið af ströngum stöðlum okkar.

  Greenlist-áætlunin byggir á óreytandi og stöðugri viðleitni til að safna bestu fáanlegu gögnum um innihaldsefni og áhrif eirra. Hún hefur verið yfirfarin af fjölda sérfræðinga í gegnum árin, m.a. í nýrri úttekt sem gefin var út 2017.

  ú getur fræðst nánar um Greenlist-áætlun SC Johnson hérna.

 • Ekki endilega. „Náttúruvörur“ eða heimatilbúin efni eru ekki endilega öruggari, skilvirkari eða minna ofnæmisvaldandi. Í raun og veru eru margar náttúruvörur lítið sem ekkert prófaðar vísindalega samanborið við þær umfangsmiklu eiturhrifarannsóknir sem fyrirtæki eins og SC Johnson krefjast vegna efnasambanda sinna.

 • Litarefni, rotvarnarefni og ilmefni veita dýrmætan ávinning. Litarefni geta skipt miklu máli til að þú sjáir hvort þú ert að nota þá vöru sem þú ætlar þér að nota. Í tilfellum þar sem um er að ræða vörur eins og kerti, geta litarefnin látið vöruna passa við litiéheimilisins. Rotvarnarefni koma í veg fyrir vöxt örvera þegar vörur eru geymdar á hillum eða á heimilinu. Vörurnar endast lengur og virka betur án þess að eyðileggjast. Að lokum er margt fólk sem tengir ferskan ilm við hreint og aðlaðandi heimili og það leitar sérstaklega eftir vöru sem skilar þessum árangri.

 • d-Limonene er nauðsynlegt ilmefni sem er unnið úr olíu sem er unnin úr sítrónuberki. Margir ilma okkar innihalda efnið í mjög litlu magni.  Áhyggjur hafa vaknað vegna notkunar d-Limonene þar sem það getur stundum valdið ofnæmisviðbrögðum á húð eða við snertingu. d-Limonene er eitt af meðal þeirra 26 ofnæmisvaldandi efna ESB, en um er að ræða lista yfir algeng ilmefni sem geta hugsanlega valdið viðbrögðum í húð hjá einstaklingum sem eru þegar með ofnæmi fyrir þessum efnum.

  Hins vegar krefjumst við þess skv. IFRA stöðlum að þessi efni séu notuð í styrkleika sem á ekki að valda ofnæmisviðbrögðum hjá fólki sem er ekki næmt fyrir þessum efnum. Eins og krafist er skv. lögum er d-Limonene skýrlega tekið fram á lista innihaldsefna þeirrar vöru sem efnið er notað í.

 • Glýkól-eterar eru fjölskylda innihaldsefna. Á meðan sumir glýkól-eterar hafa sýnt fram á neikvæð áhrif á æxlun, gildir það& ekki um alla etra. SC Johnson leyfir EINUNGIS ilmefni með glýkól-eterar sem uppfylla staðla  International Fragrance Association og okkar eigin SC Johnson staðla. 

 • Paraben er hópur rotvarnarefna sem er mjög mikið notaður í snyrtivörur. Sum ilmefni okkar innihalda mjög lítið magn parabena til að varðveita ilm og samsetningu efnablöndunnar. Þó svo að fátt fólk sé með ofnæmi fyrir rotvarnarefnum, þá eru þessi efni mikilvæg. Án rotvarnarefna myndu margar vörur ekki endast meira en í eina viku áður en þær myndu mengast af bakteríum, myglu eða geri. Við teljum því að það þurfi að bæta lægsta mögulega virku magni rotvarnarefna í vöruna. Við notum einungis paraben efni sem uppfylla staðla International Fragrance Association  og okkar eigin SC Johnson staðla.

 • Phthalates eru í raun og veru stór hópur innihaldsefna sem hafa marvíslega notkunarmöguleika. Phthalates eru ekki á meðal þeirra ilmefna sem við notum. Árið 2008 fórum við að krefjast þess af birgjum okkar að taka út ftalöt úr þeim ilmefnum sem þeir birgja SC Johnson vörur með.

 • Í mörg ár var muskilmur unninn úr kirtlum ákveðinnar musk hjartartegundar. En á undanförnum ártugum hefur gervimoskus komið í staðinn fyrir náttúrulegt moskusefni af siðferðislegum og hagrænum ástæðum. Polycyclic og nitromusks eru tvær tegundir af gervimoskus. SC Johnson notar ekki nitromusks í ilm sinn, en efnið hefur verið tengt við truflanir á æxlun. Við notum fjölhringa moskusefni (polycyclic musks) (til dæmis Galaxolide og Tonalide), sem eru yfirleitt notuð í heimilisvörur og snyrtivörur, en þessi moskuefni eru ekki í flokki eiturefna eða efna sem safnast fyrir í náttúrunni.

  Hins vegar hafa nokkrar nýlegar rannsóknir sýnt fram á að fjölhringa mosusefni (polycyclic musks) geta verið til staðar í blóði og’móðurmjólk. Þegar við fáum nýjar upplýsingar eins og þessar þá metum við efnið með sérstakri varúð, en við höfum ekki enn séð neinar vísindalegar vísbendingar um aukaverkanir vegna fjölhringa moskusefnis (polycyclic musks) í því magni sem við notum í ilmefnum okkar. Eins og á við um öll innihaldsefni okkar, þá munum við taka tillit til nýrra upplýsinga um fjölhringa moskusefni (polycyclic musks) ef þær koma fram, meta vísindagögnin og breyta ilmefnum okkar ef við á.